Miðjumaðurinn Will Hughes hefur skrifað undir þriggja ára samning við Crystal Palace. Félagið hefur staðfest þetta.
Hughes kemur frá Watford en hann var áður á mála hjá Derby í ensku b-deildinni og var meðal annars valinn í lið ársins tímabilið 2013/14. Hughes hefur einnig leikið fyrir U-17 og U-21 árs lið Englands.
„Aðdáendur vilja sjá leikmenn gefa sig 100% fram og ég mun gefa að minnsta kosti það. Þeir geta átt von á því… (Palace) er að plana fyrir framtíðina og það eru spennandi tímar framundan. Þeir eru ekki að plana fyrir nútíðina, sem er augljóslega mikilvægt, en það er stórt verkefni í vinnslu svo það er spennandi að vera hluti af því,“ sagði Hughes.