fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sema er allt annað en sátt með skipun Þorsteins – „Er ekki verið að grínast í manni hérna?!“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 19:00

Mynd af Semu: Ernir - Mynd af Þorsteini: Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að skipa Þorstein Gunnarsson í embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Þetta kom fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag en ekki eru allir sáttir með skipun Þorsteins í embættið.

Þorsteinn hefur undanfarið starfað sem staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar en stofnunin hefur verið afar umdeild á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvöllinn.

Sema Erla Serdar, baráttukona, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, verður seint talin vera mikill aðdáandi Þorsteins. Hún var því allt annað en sátt með skipun hans í embættið en um er að ræða stofnun sem er ein síðasta von þeirra sem hefur verið synjað um hæli hér á landi.

„Er ekki verið að grínast í manni hérna?! Maðurinn sem hefur rekið einhverja grimmustu & fólksfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks síðan WWII verður formaður „óháðu“ nefndarinnar sem hefur verið allra síðasta von þolenda ofbeldis Útlendingastofnunar!“ segir Sema Erla í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þá kemur Sema með dæmi um hvernig Útlendingastofnun hefur starfað í tíð Þorsteins. „Þessi maður sendi konu sem var komin 36 vikur á leið í flug úr landi. Hann svipti sirka 20 manns á flótta húsnæði, fæði og heilbrigðisþjónustu vikum saman,“ segir hún.

„Bæði metið ólögmætt-hann hélt ítrekað öðru fram. Seinna dæmi úrskurðað ólögmætt af kærunefnd. Nú á hann að stýra henni. Hver á að taka mark á henni?“

„Þetta gerir út um framfarir“

Í athugasemdunum við færslu Semu bendir kona á að Þorsteinn hafi verið að reka stefnu Áslaugar og Sjálfstæðisflokksins í útlendinga- og hælisleitendamálum undanfarið og að Áslaug hafi því skipað hann í embættið. „Kemur ekki á óvart að starfsmaður sem hlýðir stefnu yfirmanna sinna sé ráðinn. Breytist ekki nema með nýju fólki í brúnni,“ segir konan í athugasemdinni.

„Jú, veistu, ég bara neita að kyngja því að maður sem hefur staðið fyrir ólögmætum aðgerðum eins og að henda flóttafólki á götuna og svelta það sé verðlaunaður með þessum hætti,“ segir Sema við því. „Maður sem lýgur að skjólstæðingum sínum og almenningi, hótar þeim & kúgar. Þetta gerir út um framfarir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“