fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

18 ára Reykvíkingur sagður hafa hótað 11 lögreglumönnum lífláti á einu kvöldi – „Við skjótum allar þessar fokking löggur“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 15:53

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára íslenskur karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hafa hótað lögreglumönnum ítrekað og oft í nóvember í fyrra. Ákæran er í fjórum liðum, en öll atvikin áttu sér stað sama kvöldið.

Í ákærunni er maðurinn sagður hafa brotið gegn valdstjórninni þrisvar, fyrst með því að hafa hótað tveimur lögregluþjónum í Kópavogi með orðunum: „Ég sver ég mun slást við ykkur báða.“

Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa hótað sömu tveim lögregluþjónum auk níu samstarfsmanna þeirra til viðbótar lífláti með því að segja: „Við skjótum allar þessar fokking löggur.“

Þriðja hótunin sem maðurinn er ákærður fyrir snéri aðeins að einum lögregluþjóni, en maðurinn er þá sagður hafa hótað kynferðislegu ofbeldi: „Ég fokking ríð þér extra fast þangað til þú munt öskra, ógeðið þitt.“ Að lokum er hann ákærður fyrir tilraun til brots gegn valdstjórninni með því að hrækja í átt að lögregluþjóni sem sat inni í lögreglubifreið, en hrákinn hafnaði á hálfopinni rúðu.

Saksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað.

Málið var þingfest í lok júní og verður rekstri málsins fyrir dómstólum haldið áfram að loknu sumarfríi dómstólanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“