fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Harpa verður fjólublá á miðnætti og Perlan varð fjólublá í gærkvöld – Þetta er ástæðan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá miðnætti í gærkvöld hefur Perlan í Öskjuhlíð skartað fjólubláum lit. Það sama mun Harpa gera frá miðnætti í kvöld.

Tilefnið er herferðin #wethe15 sem tengist Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, en það hefst í Tokíó þann 24. ágúst. Íslendingar senda glæsilegan hóp á mótið sem nú er í æfingabúðum á mótsstaðnum.

Fréttir og myndbönd frá mótinu munu birtast reglulega á Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra.

Á vefsíðu sambandsins fer Þórður Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, nokkrum orðum um átakið #wethe15 en í því felst meðal annars ákall 15% íbúa heimsins, sem eru fatlaðir, til hinna 85 prósentanna um að gefa gaum að getu þeirra til að vera virkir þegnar í samfélagi við aðra menn:

„Samstarfsaðilar um verkefnið skora á alla til þess að fylgjast með Paralympics leikunum sem hefjast í Tokyo 24. ágúst og standa til 5. september 2021 þar sem fatlað íþróttafólk tekur þátt í  afreksíþróttum á jafnréttisgrundvelli. Yfirfærum þessa vitneskju á almennt viðhorf okkar til fatlaðra og getu þeirra til að stunda atvinnu og að lifa við jafnrétti og njóta virðingar í samfélagi þegna hvers lands.“

Spennandi Ólympíumót, Paralympics, er framundan og eru allir hvattir til að fylgjast með í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun