Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Miklubraut við Ártúnsbrekku en þeir óku á 157 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Þeir viðurkenndu að hafa verið að spyrna.
Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í hús í Bústaðahverfi. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og farið inn. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.
Í Seljahverfi var ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, nota ekki öryggisbelti við akstur og of hraðan akstur en hraði bifreiðar hans mældist 52 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km /klst.