fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Telja að evrópska hitametið hafi verið slegið í gær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær mældist hitinn 48,8 stig í Syracuse á Sikiley á Ítalíu. Enn á eftir að staðfesta mælinguna endanlega en ef hún verður staðfest þá er þetta hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu frá upphafi mælinga. Núverandi met er frá 1977 en þá mældist 48 stiga hita í Aþenu í Grikklandi.

Sky News skýrir frá þessu. Miklir hitar hafa verið á Sikiley að undanförnu og gróðureldar hafa herjað á eyjuna og hitinn í gær virðist hafa slegið fyrri met. Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO þarf að staðfesta mælinguna til að hún teljist gild og þar með nýtt evrópskt met.

Miklir hitar hafa verið víða við Miðjarðarhafið að undanförnu og hefur það haft fjölda gróðurelda í för með sér í Grikklandi, Tyrklandi, Alsír og víðar. Í Grikklandi hafa mörg þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og fjöldi húsa hefur brunnið. Slökkviliðsmenn frá Bretland, Póllandi og Þýskalandi hafa verið sendir grískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar í baráttunni við eldana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því