fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Telur að Sósíalistaflokkurinn komi í veg fyrir vinstri stjórn – „Það eru óþægilegir dagar innan ríkisstjórnarinnar“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 19:30

Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, fjölmiðlamaður, telur að Sósíalistaflokkurinn geti valdið því að næsta ríkisstjórn verði ekki vinstri stjórn. Hann ræðir þetta í færslu sem hann skrifar á Facebook-síðu sína og deilir viðtali við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann segir það óásættanlegt að heilbrigðiskerfið ráði ekki við Covid-19 bylgjuna sem nú gengur yfir.

„Þetta sætir nokkrum tíðindum. Í miðjum faraldri tekur Bjarni upp á því að finna sök hjá heilbrigðiskerfinu. Svandís er auðvitað ráðherra heilbrigðismála en Bjarni fer með fjárveitingavaldið. Það eru óþægilegir dagar innan ríkisstjórnarinnar og greinilega lítil samstaða um aðgerðir,“ segir Egill.

Hann telur að það sé farið að trosna á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og vill meina að þá sé vinstri stjórn næsta skref.

„Fylgisaukning Sósíalistaflokksins gæti hins vegar komið í veg fyrir slík áform. Hann tekur fylgi frá öðrum flokkum til vinstri en virðist ansi ólíklegur kostur þegar kemur að myndun stjórnar. Það er alveg ljóst að kosningarnar 25. september eru farnar að hafa áhrif á stefnuna og málflutninginn í sóttvörnum,“ segir Egill en Sósíalistaflokkurinn mælist með rétt yfir fimm prósent í nýjustu skoðanakönnunum.

Ólíklegt er að flokkurinn sæki fylgi sitt til fyrrum Sjálfstæðismanna og því eru þetta líklega fimm prósent sem annars myndu kjósa hina vinstri flokkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“