fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Árni með mikilvæg ráð til hjóna – „Þetta er algjört sanngirnismál“

Eyjan
Laugardaginn 31. júlí 2021 22:00

Facebook-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á 65 ára afmæli í dag, laugardaginn 31. júlí. Á þessum degi er Árni með mikilvæg skilaboð til hjóna um að framkvæma tiltekna aðgerð sem þarf að eiga sér stað fyrir 65 ára aldur.

Í opinni færslu á Facebook-síðu sinni bendir Árni á að lífeyrisréttindi hjóna geti verið mjög mismunandi því ólíkar aðstæður í gegnum ævibrautina hafa leitt til þess að þau hafa greitt mismikið í lífeyrissjóði:

„Á 65 ára afmæli mínu í dag langar mig að nefna mikilvægt persónulegt verkefni okkar Bryndísar sem við þurftum að ljúka einmitt fyrir þennan afmælisdag. Vonandi hugljómun fyrir einhverja:

Við höfum jafnað lífeyrisréttindi okkar. Hvað þýðir það?

Nú þegar við erum bæði komin nær hefðbundnum starfslokum (alls ekki hætt) reynast uppsöfnuð lífeyrisréttindi okkar afar ójöfn. Ásamt ólaunuðum baráttumálum hef ég jafnan haft launuð störf í gegnum árin og greitt í bundna lífeyrissjóði. Þannig hefur safnast upp þolanlegur lífeyrir sem ég (líklega og vonandi) hyggst taka út síðar. Launatekjur Bryndísar voru framan af starfsævi mun lægri. Hún hefur tekið að sér verkefni sem ekki var ætlað að hafa af stórkostlegar eigin tekjur heldur samfélagslegan árangur. Hún tók einnig meira að sér að fylgja eftir fjórum börnum okkar frá vöggu til bjargálna.

Þetta þýðir að lífeyrisréttindi okkar, sem einstaklinga, hafa verið afar ójöfn. Ef ég myndi kveðja þennan heim á undan henni, fengi hún makalífeyri aðeins skamman tíma eftir andlát mitt og þyrfti þá að reiða sig síðan á eigin lífeyri. Það er reyndað afar ósanngjarnt kerfi lífeyrissjóða og þyrfti að bæta.

Við þekkjum dæmi þess að launalægri maki situr eftir og á ekki möguleika á að halda úti heimili.“

Lausnin er að sameina lífeysisréttindi hjónanna. Það þýðir að annað þeirra lækkar í lífeyri en hitt hækkar. Að mati Árna er þetta sanngirnismál. Hann bendir á að ef þetta á að vera hægt þá verður það að gerast fyrir 65 ára aldur:

„En við stöndum saman í gegnum þetta líf. Með því að tilkynna lífeyrissjóði að við vildum sameina lífeyrisréttindi okkar, jafna þau, þýðir það að við fáum, hvort um sig, jafna útgreiðslu lífeyris. Auðvitað lækkar lífeyrisréttur minn þar með en til hækkunar hjá henni. Þ.e. hann er orðinn jafn.

Þetta er algjört sanngirnismál og jafnréttismál sem ég hvet hjón og sambýlinga til að hugleiða og aðhafast í.

Ég nefndi afmælisdaginn minn, 65 ár. Það er úrslitatalan. Þetta þarf að gerast fyrir 65 ára afmælisdag þess sem eldri er. Annars er þetta ekki samþykkt af lífeyrissjóði. Eina sem þarf að gera er að tilkynna þessa ósk til eins lífeyrissjóðsins sem þú greiðir í og hjónin/sambúðarfólk fara í læknisskoðun og fá vottorð sem sent er sjóðnum.

Öryggið meira – Jafnrétti í reynd – Sanngirni tryggð –

Góðar kveðjur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“