fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 10:41

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn fótboltamótsins ReyCup varar fólk við skipulögðu gengi sem herjar á börnin sem keppa á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hefur verið send á foreldra barna á mótinu og íbúa í nágrenni við mótið, sem haldið er í Laugardal.

Samkvæmt tilkynningunni eru um 10 manns í genginu, á aldrinum 18-20  ára. Óspektir gengisins felst í eggjaárásum, sem það er sagt stunda seint á kvöldin þegar það situr um Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla, þar sem keppendur gista.

Meðlimirnir kasta eggjum í dýnur, ferðtöskur, föt, og aðra muni keppenda, og ekki nóg með það, heldur verða börnin sjálf fyrir „eggjaskothríðinni“.

Fram kemur að lögreglu hafi verið tilkynnt um málið og eru nágrannar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglu verði þeir varir við eitthvað grunsamlegt.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Upp hefur komið virkilega slæm og leiðinleg staða á ReyCup í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla.

Síðustu tvö kvöld hefur 10 manna gengi setið um skólana um klukkan 22:00-24:00. Þetta gengi er á bíl og er skipulagt í sinni starfsemi.

Þeir eru á bilinu 18-20 ára og hafa eyðilagt marga hluti. Þeir eru að kasta eggjum inn í skólana og á þá sem eru að lenda á ferðatöskum, dýnum og fötum. Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskotríð.

Lögreglu hefur verið tilkynnt um málið og hafa upptökur farið til hennar þar sem eftirlitsmyndavélar eru á þessum stöðum. Við viljum biðla til ykkar kæru nágrannar að leggjast á árar með okkur að fylgjast með í ykkar nágrenni og tilkynna strax til lögreglu ef þið sjáið til þessara aðila að „störfum“. Lögreglan veit af málinu og er að fylgjast með skólunum. Það ríkir mikil ókyrrð meðal keppenda og foreldra þar sem hópurinn er ógnandi. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi