fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Smitin koma frá skemmtistöðum í Bankastræti og íslenskri djammferð til London

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 12:12

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinustu tvo daga hafa tæplega 100 smit greinst innanlands en samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni tengjast flest smitin skemmtistöðum í Bankastræti og hóps sem kom frá London. RÚV greinir frá. Samkvæmt heimildum DV koma smitin frá London frá hópi sem fór þangað til að horfa á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu.

Aðeins þrír skemmtistaðir eru í Bankastræti en það eru Bankastræti Club, Prikið og Sólon. Þórólfur segir að töluvert magn af smitum sé að leka frá landamærunum inn í samfélagið.

Alls greindust 56 smitaðir í gær en 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Fullbólusettur einstaklingur á sjötugsaldri er sá eini sem liggur inni á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Þórólfur er í viðræðum við stjórnvöld um hvað er til ráða. Hann segir að það sé verið að líta sérstaklega til þess hversu margir séu að veikjast alvarlega og hversu margar innlagnir eru yfirvofandi á Landspítalanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Í gær

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“