fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 11:00

Óli Björn og Che Guevara Myndir/Ernir og Joe Raedle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann rifjar upp gamla brandara um þau ríki sem voru undir stjórn sósíalista eða kommúnista. Hann segir megnið af sögunum koma frá þeim löndum þar sem þessar stefnur voru við lýði.

„Sög­urn­ar voru og eru leið al­menn­ings til að kom­ast stutta stund und­an oki ófrels­is, skorts, stöðugs ótta og nap­ur­leika hvers­dags­ins. Með þeim á fólk ör­lítið stefnu­mót við frelsi í þjóðfé­lög­um þar sem mál­frelsi er fót­um troðið og Gúlag bíður þeirra sem berj­ast gegn vald­höf­un­um,“ segir Óli en brandararnir eru ádeila á stjórnarfarið.

Hann segir að fyrir fólk sem býr við „ógnarstjórn sósíalista“ séu brandarar og háð mikilvæg samskiptatæki sem mynda farveg til að tjá tilfinningar sínar gagnvart stjórnarfarinu. Óli byrjar á að taka Rússland og Sovétríkin fyrir í brandahorninu.

„Þannig birt­ist Stalín ljós­lif­andi í draumi Pútíns. „Ég get gefið þér tvö ráð,“ seg­ir Stalín. „Í fyrsta lagi skaltu koma öll­um and­stæðing­um þínum fyr­ir katt­ar­nef og í öðru lagi mála Kreml blátt.“ „Af hverju blátt?“ spyr Pútín hissa. „Ég vissi það. Þú hef­ur ekk­ert við fyrra ráðið að at­huga,“ seg­ir Stalín.“

„Hver er mun­ur­inn á Indlandi og Sov­ét­ríkj­un­um? Á Indlandi svelt­ur einn maður fyr­ir þjóðina. Í Sov­ét­ríkj­un­um svelt­ur þjóðin fyr­ir einn mann. (Gand­hi fór í hung­ur­verk­fall árið 1932 til að berj­ast fyr­ir sjálf­stæði Ind­lands, en á sama tíma herjaði hung­urs­neyð í Sov­ét­ríkj­um Stalíns sem talið er að hafi kostnað 6-8 millj­ón­ir manna lífið).“

„Maður kem­ur inn í búð í Moskvu og spyr hvort ekki sé til nauta­kjöt. Af­greiðslumaður­inn hrist­ir haus­inn. „Nei, hér eig­um við eng­an fisk. Búðin sem á ekk­ert kjöt er hins veg­ar hér beint á móti.““

„„Ég vil leggja inn pönt­un fyr­ir nýj­um bíl,“ seg­ir vongóður kaup­andi í Moskvu. „Hvað þarf ég að bíða lengi?“ „Tíu ár,“ seg­ir sölumaður­inn og bæt­ir við bros­andi, „upp á dag“. „Er það fyr­ir eða eft­ir há­degi?“ spyr kaup­and­inn. „Hvaða máli skipt­ir það,“ spyr sölumaður­inn. „Jú, ég á von á píp­ar­an­um fyr­ir há­degi.““

Sögurnar koma ekki einungis frá löndum þar sem sósíalisminn og kommúnisminn er við lýði en Bandaríkjamenn hafa víst líka skopskyn og gátu samið nokkra brandara til að létta fólki lundina.

„Sósí­al­ismi: Þú átt tvær kýr. Ríkið tek­ur aðra þeirra og gef­ur ná­granna þínum.

Komm­ún­ismi: Þú átt tvær kýr. Þú gef­ur báðar til rík­is­ins sem læt­ur þig fá dá­lítið af mjólk í staðinn.

Fasismi: Þú átt tvær kýr. Þú gef­ur báðar til rík­is­ins sem sel­ur þér síðan mjólk.

Kapí­tal­ismi: Þú átt tvær kýr. Þú sel­ur aðra en kaup­ir naut.

Þjóðern­is­sósí­al­ismi (nasismi): Þú átt tvær kýr. Ríkið tek­ur báðar og leiðir þig fyr­ir af­töku­sveit.“

„Kapí­talisti, komm­ún­isti og sósí­alisti ákveða að hitt­ast á kaffi­húsi til að fara yfir þjóðmál­in. Þeir tveir fyrst­nefndu mæta á rétt­um tíma en sósí­alist­inn kem­ur klukku­tíma of seint. „Fyr­ir­gefið mér fé­lag­ar, hversu seint ég mæti,“ seg­ir sósí­alist­inn móður. „Ég þurfi að bíða í biðröð eft­ir pyls­um.“ „Hvað er biðröð?“ spyr kapí­talist­inn undr­andi. „Hvað er pylsa?“ spyr komm­ún­ist­inn.“

„Skóla­dreng­ur skrifaði eft­ir­far­andi í viku­legri rit­gerð: „Kött­ur­inn minn eignaðist sjö kett­linga. Þeir eru all­ir komm­ún­ist­ar.“ Viku síðar skrifaði sá stutti í nýrri rit­gerð: „All­ir kett­ling­arn­ir eru orðnir kapí­tal­ist­ar.“ Þegar kenn­ar­inn las þessa staðhæf­ingu kallaði hann á dreng­inn og vildi fá að vita hvers vegna allt hefði breyst svo snögg­lega: „Í síðustu viku sagðir þú að all­ir kett­ling­arn­ir væru komm­ún­ist­ar, en í þess­ari viku eru þeir allt í einu orðnir kapí­tal­ist­ar?“ Dreng­ur­inn kinkaði kolli: „Það er rétt. Þeir opnuðu aug­un í þess­ari viku.““

Óli víkur sér næst að ríkjunum í Suður- og Norður-Ameríku, þá sérstaklega Kúbu og Venesúela.

„Eng­lend­ing­ur og Frakki eru á lista­safni og standa fyr­ir fram­an mál­verk af Adam og Evu með epli í ald­ing­arðinum. Sá enski hef­ur orð á því að Adam deili epl­inu með Evu líkt og sé hátt­ur enskra. Frakk­inn bend­ir á hversu óþvinguð þau eru í nekt sinni líkt og þau séu frönsk. Flóttamaður frá Venesúela heyr­ir tal fé­lag­anna og seg­ir: „Fyr­ir­gefið að ég skuli trufla ykk­ur, ca­balleros, en Adam og Eva eru greini­lega bæði frá mínu ástkæra föður­landi. Þau eru án klæða, hafa lítið sem ekk­ert að borða og þeim er tal­in trú um að þau séu í Para­dís.““

„Leiðtogi ann­ars draumarík­is vest­rænna sósí­al­ista, Fídel Kast­ró, fór beint að Gullna hliðinu eft­ir dauðann og smeygði sér inn. Lykla-Pét­ur var hins veg­ar á vakt­inni og henti hon­um út. Kast­ró fór þá til hel­vít­is þar sem skratt­inn tók hon­um opn­um örm­um. Þegar komm­ún­ist­a­leiðtog­inn hafði orð á því að hann hefði gleymt far­angr­in­um í himna­ríki sagðist skratt­inn redda því. Tveir púk­ar myndu ná í far­ang­ur­inn. Púk­arn­ir leggja strax af stað en þegar þeir koma að Gullna hliðinu er það harðlæst. Þeir ákveða því að klifra yfir hliðið. Tveir engl­ar horfa á púk­ana kom­ast yfir hliðið og ann­ar þeirra seg­ir: „Ja hérna, Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum