fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Seðlabúnt, skartgripir og flugferðir: Banamaður Daníels birtir myndbönd á TikTok

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 14:19

Samsett mynd: Skjáskot af Facebook-síðu Razvan Nikolas - Daníel Eiríksson/aðsend mynd - Seðlabúnt frá TikTok-reikningi Razvan Nikolas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Razvan Nicolas heitir rúmenski maðurinn sem er talinn hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana á föstudaginn langa. Í gær greindi DV frá því að hann væri flúinn af landi brott, líklega á fölskum skilríkjum. Hann hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Vísir greindi frá því í dag að til standi að gefa út evrópska handtökuskipun á hendur honum. Lögregla telur sig vita hvar hann sé niður kominn, hann hafi flogið til London og þaðan til Rúmeníu. Haft er eftir Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að hann sé bjartsýnn með að ná manninum aftur til landsins.

Daníel Eiríksson fannst illa leikinn á jörðinni fyrir utan heimili sitt í Kópavogi á föstudaginn langa, þann 2. apríl síðastliðinn, aðeins tveimur klukkustundum áður en hann átti að mæta í viðtal hjá ráðgjafa í aðdraganda innlagnar inn á meðferðarheimilið Vog. Daginn eftir, þann 3. apríl, var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

„Mér finnst eins og löggan nenni lítið að gera“

Til að byrja með voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir, en tveimur var sleppt úr haldi. Razvan Nicolas var einn eftir. Bíll hans kom við sögu í málinu en grunur leikur á að ekið hafi verið á Daníel. Razvan hefur sagt að um slys hafi verið að ræða. Daníel hafi hangið utan á bílnum og fallið í jörðina þegar maðurinn ók burtu. Líkt og DV hefur greint frá leggja ástvinir Daníels lítinn trúnað á þá frásögn.

Sjá einnig: Banamaður Daníels flúinn úr landi – „Hvað þurfum við að þjást mikið? Hvenær fær Danni réttlæti?“

Seðlabúnt og skartgripir á samfélgsmiðlum

Einnig kom fram að ástvinir Daníels litu svo á að Razvan iðraðist ekki gjörða sinna. Á samfélagsmiðlinum TikTok stærir hann sig af seðlabúntum og skartgripum, en fjölskylda Daníels telur hann afla sér mikilla tekna með sölu fíkniefna. Þá má einnig sjá myndbönd af honum í flugvél, en eitt þeirra birtist fyrir viku síðan.

Hér má sjá myndbönd sem birtist á TikTok-reikningi hans:

„Það er greinilega ekki nógu vel fylgst með honum, það var búið að lofa okkur að lögreglan væri að fylgjast með ferðum hans á meðan hann væri i farbanni. Svo flýr hann land eins og ekkert sé eðlilegra Allt okkar traust er farið,“ segir Guðný Sigríður Eiríksdóttir, systir Daníels heitins, í samtali við DV.

„Þetta á ekki að gera gerst! Þetta er algjörlega út í hött. Þessir glæpamenn koma inn og út úr landinu á fölsuðum skilríkjum,“ segir Guðný enn fremur. „Hann er með milljónir á sér og er að auglýsa það á samfélagsmiðlum. Hann er ekki að vinna hér á landi en er líklega að selja eiturlyf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst