fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Ætla að gefa út evrópska handtökuskipun á hendur banamanni Daníels

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 12:43

Daníel Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gær er rúmenskur maður sem talinn er hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana á föstudaginn langa flúinn af landi brott. Það þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann til 1. september. Hann á að hafa komist úr landi á fölsuðum skilríkjum.

Banamaður Daníels flúinn úr landi – „Hvað þurfum við að þjást mikið? Hvenær fær Danni réttlæti?“

Vísir greinir frá því í dag að til standi að gefa út evrópska handtökuskipun vegna mannsins. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ er haft eftir Margeiri Sveinssyni. aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í viðtali við DV í gær sagðist Margeir ekki kannast við að maðurinn hefði farið út á fölskum skilríkjum en vildi ekki útskýra hvernig maður í farbanni færi úr landi á eigin skilríkjum. Við ítrekuðum spurningum blaðamanns um þetta sagði Margeir: „Veistu, við eigum von á honum aftur og ég ætla ekki að tjá mig frekar um málið í sjálfu sér.“ – Vildi Margeir ekkert segja um það hvort framsalssamningar milli landa komi hér við sögu og ítrekaði svar sitt: „Við höfum upplýsingar um að hann hafi farið úr landi og við eigum von á honum aftur.“

Daníel Eiríksson fannst illa leikinn á jörðinni fyrir utan heimili sitt í Kópavogi á föstudaginn langa, þann 2. apríl síðastliðinn, aðeins tveimur klukkustundum áður en hann átti að mæta í viðtal hjá ráðgjafa í aðdraganda innlagnar inn á meðferðarheimilið Vog. Daginn eftir, þann 3. apríl, var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Daníel var þrítugur að aldri en hann yrði 31 árs þann 19. október næstkomandi. Hann hafði glímt við fíknivandamál en hafði náð mjög góðum tíma þar sem hann var án hugbreytandi efna í sjö mánuði með unnustu sinni og framtíð þeirra var björt. En hann féll sólarhring áður en hann lenti í atvikinu á föstudaginn lang

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“