fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Siggeir segir kröfubréf vera ofbeldistaktík – „Ógnvekjandi tilhugsun“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 12:31

Siggeir F. Ævarsson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröfubréf sem Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sendi á 5 einstaklinga fyrir hönd tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem einnig er þekktur sem Ingó Veðurguð, hafa vakið mikla athygli og umræðu á samfélagsmiðlum. Kröfubréfin sem um ræðir voru send á þessa 5 einstaklinga vegna ummæla þeirra um meint kynferðisbrot Ingólfs. 

Einn þeirra sem hefur tjáð sig um kröfubréfin er Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir ræðir almennt um kröfubréf og segir þau vera notuð til að hræða fólk. Siggeir tjáir sig um kröfubréf á Twitter-síðu sinni í kjölfar frétta um kröfubréf Vilhjálms og Ingólfs en segir þó að allt sem hann ræðir sé ekki beint að neinum nafngreindum einstaklingum.

„Það er þekkt ofbeldistaktík manna sem hafa vondan málstað að verja að hóta fólki lögsóknum á einhverjum mjög vafasömum forsendum. Að fá slíka hótun fylgir mikið andlegt álag, svo ekki sé minnst á mögulegt fjárhagslegt tjón og þar fram eftir götum,“ segir Siggeir í fyrstu færslunni sem hann birtir um málið á Twitter.

Siggeir segir að markmiðið með slíkum hótunum sé ekki endilega að draga fólk fyrir dómstóla eða að vinna einhvern „fullnaðarsigur“ í réttarkerfinu. „Þetta er hræðslutaktík, skilaboð til allra hinna sem ekki fengu hótunarbréf að þið eruð næst ef þið haldið ykkur ekki á mottunni,“ segir hann.  „Fyrir Jón og Gunnu út í bæ getur verið gríðarlega yfirþyrmandi að fá slíkt hótunarbréf. Þú efast og heldur jafnvel að þú hafir framið glæp eða gert eitthvað alvarlegt af þér. Það er ógnvekjandi tilhugsun að standa í lögfræðistappi, borga málskostnað og mæta í réttarsal.“

Þá segir Siggeir að margir þori eflaust ekki að mótmæla og ákveði því að hlýða því sem stendur í kröfubréfinu. „Það er ekkert sjálfgefið að fólk þori að taka slaginn. Þess vegna er svo magnað þegar ótengdur aðili útí bæ býðst til að dekka lögfræðikostnaðinn,“ segir hann og á þar við Harald Inga Þorleifsson, íslenskan milljarðamæring sem vinnur hjá Twitter, en Haraldur hefur boðist til þess að veita einstaklingunum sem fengu kröfubréf hjálp með kostnað.

„Það slær vopnin að miklu leyti úr höndunum á ofbeldismönnunum. Hafnarboltakylfan sem sveif yfir hausnum á þér er allt í einu bara lítið prik og ekki svo ógnandi lengur Réttarkerfið á ekki að vera einhver bully taktík fyrir menn sem þola í raun ekki að sjá sannleikann koma fram. En allt í þessum þræði eru auðvitað bara almennar pælingar um réttarkerfið og ekki beint að neinum nafngreindum einstaklingum,“ segir Siggeir svo að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“