fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Ingó kærir til lögreglu og sendir kröfubréf á blaðamenn og aktívista

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 18:12

Ingó Veðurguð og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 nafnlausar sögur um Ingó Veðurguð sem birtust á TikTok-síðunni Öfgar verða kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Ingós, í samtali við RÚV.

Fimm munu fá send kröfubréf vegna ummæla sem þeir létu falla á netinu og segir RÚV þar vera meðal annars blaðamenn, áhrifavaldur og fólk sem lét gamminn geysa í kommentakerfi fjölmiðla.

Ingó átti að stjórna brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fer fram um verslunarmannahelgina en var afbókaður eftir að 130 konur kröfðust þess að þjóðhátíðarnefnd myndi afbóka hann. Þá fór í gang undirskriftalisti sem skoraði á þjóðhátíðarnefnd að endurskoða þá ákvörðun og stuttu seinna fór í gang annar listi sem skoraði á þjóðhátíðarnefnd að endurskoða ákvörðunina ekki.

Kæran beinist ekki að forsvarsmönnum TikTok-síðunnar Öfgar heldur að þeim sem eru á bakvið nafnlausu sögunnar. Vilhjálmur segist treysta lögreglunni fullkomlega til að finna út úr því hverjir eru á bak við þær.

Þjóðhátíðarnefnd sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu um að Ingó myndi ekki stýra brekkusöngnum eins og hann hafði gert frá árinu 2013. Í dag var tilkynnt að Magnús Kjartan Eyjólfsson hefði verið ráðinn í hans stað.

Ingó var ekki nafngreindur í ásökununum sem birtust á TikTok en auðvelt var að átta sig á því um hvern væri að ræða þar sem einn meðlima Öfga hafði birt færslu á Twitter þar sem hún bað fólk um að senda sér reynslusögur um „ákveðinn veðurguð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“