fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þaulskipulögð framleiðsla fíkniefna og landabrugg kostaði Dawid tveggja ára fangelsi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 16:00

Mynd úr safni/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi Dawid Grynig í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og áfengislagabrot.

Héraðssaksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Í ákærunni kemur fram að Dawid hafi þann 8. apríl verið gripinn með um 38 kíló af fíkniefnum í Hafnarfirði. Hluti efnanna hafði Dawid framleitt sjálfur á staðnum en meðal haldlagðra muna í aðgerð lögreglu var mikið magn tækja og tóla sem hann er sagður hafa nýtt sér við framleiðsluna. Á meðal efnanna voru um 37 kíló af kannabisefnum auk 800 gramma af amfetamíni.

Þá er Dawid dæmdur fyrir að hafa haft 53 lítra af gambra á sama stað og fíkniefnin, í Hafnarfirði, en gambrinn var 14% að áfengisstyrk. Gambri er fenginn með því að láta sykurvatn gerjast þar til það nær hámarksstyrk. Gambrinn er svo eimaður til þess að ná áfenginu úr lausninni. Afurð þessarar framleiðslu er landi.

Tvennt var upphaflega ákært í málinu, en í ljósi skýlausrar játningar Dawids, og orða hans um að hann hafi einn verið að verki var fallið frá ákæru gegn hinum einstaklingnum og Dawid einn sakfelldur.

Kemur fram í dómnum að sakaferill Dawids sé hverfandi, en í ljósi alvarleika brotanna og hve skipulögð og umfangsmikil brotin voru, þótti dómnum ekki tækt að skilorðsbinda refsinguna.

Til viðbótar við tveggja ára fangelsisdóm þarf Dawid að sæta upptöku á fíkniefnunum, tækjunum og tólunum til fíkniefnaframleiðslunnar og 53 lítra af gambra. Til frádráttar fangelsisrefsingunni kemur gæsluvarðhaldið sem Dawid sætti frá 9. apríl að dómsuppkvaðningu fyrir helgi.

Dóminn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“