Bristol City sem leikur í Championship deildinni á Englandi ætlar að leyfa leikmönnum sínum að fá sér blund á æfingasvæðinu í nýjum tækjum sem eru sérhönnuð fyrir það.
Tækið má sjá hér að neðan en í því geta leikmenn fengið sér kríu og hlustað á rólega tónlist. Þeir stilla sjálfir hve lengi þeir vilja sofa og tækið vekur þá svo upp þegar tíminn er búinn með ljósum og titringi.
„Þetta á að hjálpa þeim líkamlega og andlega,“ sagði læknir liðsins í tilkynningu.
„Það hefur verið sýnt fram á að 30 mínútna dúr hjálpi til við vitsmunalega hæfni, skap og eykur frammistöðuna á stuttum æfingum“
🎧 We've brought in sleep pods to aid their pre-season training as the players take naps to help their mental and physical performance.
Read more: 👇
— Bristol City FC (@BristolCity) July 9, 2021