fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Var svo ölvaður á Kótelettunni að hann var handtekinn og lenti í hjartastoppi

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 14:22

Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem skemmti sér á bæjarhátíðinni Kótelettunni sem fram fór á Selfossi um helgina fór í öndunarstopp. Aðfaranótt sunnudags hafði einstaklingurinn verið yfirbugaður af dyravörðum á hátíðarsvæðinu vegna ölvunar og óspekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hann var handtekinn í kjölfarið og færður í fangageymslu, þar kastaði hann upp og fór í framhaldinu fór hann í öndunarstopp. Endurlífgunaraðgerðir hófust af lögreglumönnum og hjúkrunarfræðingi og komst hann fljótlega til meðvitundar.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en er nú útskrifaður þaðan, heill heilsu.

Atvik þetta verður tilkynnt til Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Í tilkynningunni segir að það sé vegna þess hve alvarlegt það er. Sá sem ritar tilkynninguna tekur fram að hann haldi að lögreglumenn og hjúkrunarfræðingur hafi bjargað lífi mannsins:

„Það er mat þess er þetta ritar að lögreglumenn og nærstaddur hjúkrunarfræðingur hafi, með árvekni sinni og skjótum og fumlausum viðbrögðum, bjargað lífi mannsins.“

Einnig kemur fram að fjórar líkamsárásir hafi verið tilkynntar til lögreglu um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“