fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Kona handtekin vegna hnífsstungu á horni Hverfisgötu og Vitastígs

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 11:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag var karlmaður stunginn með hníf á horni Hverfisgötu og Vitastígs. Kona hefur verið handtekin vegna málsins, en hún er grunuð um að hafa stungið manninn í lærið. Frá því greinir Vísir.

Fram kemur að ekki hafi verið fram á á gæslu­varð­hald yfir konunni og henni sleppt úr haldi. Maðurinn hafi ekki verið illa slasaður, en að mun verr hefði getað farið.

Fréttablaðið fjallaði um málið um helgina, en þar var rætt við sjónarvott sem sagði:

„Ég var að ganga eftir Hverfisgötu og sá hóp af fólki að rífast á götunni. Einhver maður að reyna að tala við konu og aðrir menn voru að segja honum að láta hana í friði.“

Þá sagðist sjónarvotturinn hafa séð blóðugan mann, en honum blæddi úr höfði og því ekki víst að um sama mann sé að ræða.

„Ég kom við í sjoppu og á leiðinni til baka sá ég gamlan mann ræða við lögreglu. Hann var blóðugur á hnakkanum og það virtist leka blóð úr höfðinu á honum niður í peysuna hans. Þetta virtist vera djúpur skurður og hann virtist ringlaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“