Íslendingar eru gjörsamlega óðir í kynlífstæki ef marka má allan þann fjölda kynlífstækjaverslana sem hafa sprottið upp síðustu misseri. Blush.is ber höfuð og herðar yfir aðrar slíkar búðir þegar kemur að úrvali og glæsileika. Verslunin hafði fyrir löngu sprengt síðasta húsnæði utan af sér og í gærkvöldi var blásið til opnunarhátíðar Blush.is á nýjum stað – á Dalvegi 32b í Kópavogi. Raunar opnaði verslunin á Dalveginum í apríl en vegna COVID var ekki hægt að halda almennilegt partí fyrr en nú.
Nýja búðin er hvorki meira né minna en 860 fermetrar og fólk hreinlega fyllist valkvíða yfir úrvalinu. Ýmis opnunartilboð voru í gær og þeir fyrstu 300 sem keyptu vörur fengu glæsilegan gjafapoka. DJ Sunna Ben hélt síðan uppi stuðinu um kvöldið eins og henni einni er lagið.
Ljósmyndarinn Eyþór Árnason leit við og fangaði stemninguna með þessu skemmtilegu myndum.