Lögregla veitti fyrir skemmstu bíl eftirför í Vesturbænum og Miðbænum. Sjónarvottar segja DV frá því að svakalegur forgangsakstur hafi átt sér stað á Hringbraut.
Sjónarvottur sá þrjú mótorhjól, eina merkta lögreglubifreið geystast vestur Hringbraut. Auk þess var svört ómerkt lögreglubifreið sem var ekið á ofsahraða eftir gangstéttinni á milli Hofsvallagötu og Bræðraborgarstígs: „Sá á eftir þeim á ofsahraða norðaustur Bræðraborgarstíg.“ sagði sjónavottur sem hafði samband við DV.
Annar sjónarvottur talaði um að „tryllt læti“ væru á vettvangi og að um bílaeltingaleik væri að ræða.
Ekki náðist í lögreglu við vinnslu þessarar fréttar.
Fréttablaðið hefur nú greint frá því að ofsaksturinn sé búinn og að bílstjóri bifreiðarinnar hafi verið í annarlegu ástandi.
Fréttablaðið birti myndband af vettvangi, en það má sjá hér að neðan:
Vísir birti einnig myndband af vettvangi, en hér má sjá það: