Ungur maður sem var handtekinn eftir hnífstungu í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna, í síðasta mánuði hefur játað á sig verknaðinn. Þetta kemur fram á vef Landsréttar.Ungi maðurinn segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en að hann framið ódæðið til þess að verjast árás hóps ungmenna. Brotaþoli tilheyrði þeim hópi og á að sögn gerandans að hafa lagt til hans með hníf. Þá segir gerandinn að þessi hópur hafi ítrekað veist að sér síðustu tvo mánuði. Vafi leikur á hvort að myndbandsupptökur styðji þessa frásögn en þó er ekki hægt að útiloka sjálfsvörn..
Sá sem fyrir árásinni varð undirgekkst bráðaaðgerð á Landspítalnum í kjölfarið. Hann var með mjög umfangsmikla áverka og hefði að sögn lækna látist innan 1-2 klukkustunda ef að hann hefði ekki komist undir læknishendur.
Maðurinn var handtekinn að morgni 13. júní síðastliðinn á heimili bróður síns. Hann var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en það var síðan framlengt um viku. Lögregla óskaði síðan aftur eftir framlengingu þann 25, júní en því var hafnað í héraðsdómi og sá úrskurður staðfestur í Landsrétti.