fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 12:57

Skrímslið á Akureyri Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára barn á gjörgæslu á Landspítalanum eftir að hoppukastalaslysið sem átti sér stað á Akureyri í gær. Áverkar þess eru vegna mikils falls í kastalanum. Vísir greindi fyrst frá þessu.

108 börn voru í hoppukastalanum þegar slysið átti sér stað, en kastalinn tókst á loft, sem skapaði mikla óreiðu og mjög erfitt ástand. Fleiri börn voru send til skoðunar í kjölfar slyssins, en þetta eina barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Það er Perlan sem rekur hoppukastalann, en samskonar kastali er nú við Perluna. Sá kastali verður lokaður í dag, en það kemur fram á Facebook-síðu Ævintýralands Perlunnar. Þar stendur: „Skrímslið við Perluna hvílir sig í dag – lokað 2. júlí.“

Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar sagðist vera andlega miður sín í samtali við Fréttablaðið: „Þetta er bara ömurlegt slys, ég er bara andlega miður mín og hugur minn er bara hjá foreldrum barnsins og fjölskyldunni,“

Þá sagðist hann vera búinn að ræða við alla starfsmenn á vettvangi en vildi ekki tjá sig mikið frekar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt