fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Danni danski, Siggi sýra og félagar létu fólk óttast um líf sitt – Þolandi illa útleikinn í garði ömmu sinnar

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 11:00

Samsett mynd: Danni danski og Glerárkikrja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm alræmdir undirheimamenn  voru í vikunni dæmdir í fangelsi fyrir mörg fólskuleg og hrottaleg brot. Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands Eystra, en hann er meira en 100 blaðsína langur. Mennirnir voru til að mynda ákærðir fyrir líkamsárásir, frelsissviptingu og tilraun til manndráps. Fjórir mannanna eru frá Akureyri og einn þeirra frá Reykjavík. Þá voru tveir mannana sýknaðir. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu.

Daniel Christensen, betur þekktur sem Danni danski, fékk 22 mánaða dóm. Elmar Þór Sveinarsson fékk 15 mánaða dóm. Ísak Logi Bjarnason fékk 18 mánaða dóm. Sindri Snær Stefánsson einnig þekktur undir nafninu Siggi sýra fékk 18 mánaða dóm. Og að lokum var það Víðir Örn Ómarsson, sem fékk 10 mánaða dóm.

„Þeir hafi báðir öskrað undan höggunum og óttast um líf sitt“

Lýsingar á brotunum eru ansi ógeðfelldar og ekki fyrir viðkvæma. Brotin voru framin á árunum 2017 til 2019, en áður hefur verið fjallað um brot þeirra í DV.

Í dómnum er því lýst hvernig Danni og þeir sem sýknaðir voru hafi tvisvar á einum degi ruðst inn á heimili tveggja einstaklinga, og beitt þá grófu ofbeldi, til dæmis með hamri. Í lögregluskýrslu segir:

„Hann hafi svo vaknað við hamarshögg í annan fótinn og séð að ákærðu Daníel og KK voru mættir aftur, nú með ákærða LL. Þar sem lítið pláss hafi verið í svefnherberginu hafi ákærði LL fljótlega farið fram, ákærði Daníel í framhaldi látið hamarshöggin dynja á A og ákærði KK gert hið sama við B. Þeir hafi báðir öskrað undan höggunum og óttast um líf sitt.“

„Útúr ruglaðir“ að stinga skærum í nef þolanda síns

Danni var einnig dæmdur fyrir að veitast að manni, unnustu hans og öðrum aðila í þeim tilgangi til að fá manninn til að breyta framburði sínum í öðru sakamáli. Þar hafi hann sparkað í höfuð mannsins, slegið hann ítrekað í andlitið, tekið hann hálstaki, hrint honum nokkrum sinnum, ýtt unnustunni nokkrum sinnum, og haft í ofbeldis- og líflátshótunum, með því að ógna þeim með vopnum líkt og hnífi, exi og skóflu.

Danni, Elmar, Ísak, Siggi og Víðir voru þá allir dæmdir fyrir að frelsisvipta mann í fimm klukkustundir, vegna fíkniefnaskuldar hans við Danna. Skuldin var upp á 1.200.000 króna.

Á meðan á frelsisviptingunni stóð hafi mennirnir beitt hann grófu ofbeldi, til dæmis með því að klípa fingur hans með töng, stinga skærum upp í nefið á honum, brennt hann með sígarettu og slegið hann með hamri. Þolandinn sagðist hafa óttast um líf sitt og lýsti mönnunum sem „útúr rugluðum“.

Hnífabardagi við Glerárkirkju

Síðan voru þeir Ísak og Siggi Sýra ákærðir fyrir tilraun til manndráps, en einungis dæmdir fyrir stórhættulega líkamsárás. Þeir stungu mann með hnífi í bringuna og bakið við Glerárkirkju.

Brotið átti sér stað þegar þolandinn ætlaði sér að kaupa fíkniefni við kirkjuna af manni sem gengur undir nafninu „línu maðurinn“. En þá hafi tveir skuggalegir menn mætt á svæðið, en annar þeirra bar höfuðkúpugrímu.

Báðir mennirnir hafi borið hníf, annars vegar steikarhníf með 20 til 30 cm löngu blaði, og hins vegar svokallaðan karambit-hníf. Brotaþoli sagðist hafa brugðist við þessu með því að draga sjálfur fram hníf.

Í kjölfarið á Sindri að hafa stungið hann í brjóstkassann með karambit-hnífnum. Þolandinn hafi þá reynt að verja sig og fengið sár á litla fingur, hann sparkaði þá í Sindra og byrjaði að hlaupa í burtu. Hann ætlaði sér að komast í hús ömmu sinnar, en þegar hann kom að því hafi Ísak kastað hnífi í bak hans.

Trúði því að hann væri sjálfur djöfullinn

Manninum hafi tekist að draga hnífinn úr sárinu og kastaði honum í garð nágrannans. Þá hafi Ísak stokkið á hann þannig að höfuð hans „dúndraðist í götuna“. Svo hafi hann dregið fram kylfu og slegið henni í bak mannsins og einnig hafi hann sparkað í pung hans. Í kjölfarið hafi Ísak látið sig hverfa, en þolandinn bankað á glugga ömmu sinnar og hún hleypt honum inn.

Þegar Sindri Snær var yfirheyrður vegna málsins kvaðst hann hafa verið í mjög harðri neyslu þegar atvik þetta átti sér stað og var farinn að trúa því að hann væri sjálfur djöfullinn.

Dóminn má í heild sinni lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag