Stærðarinnar hoppukastali tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri í dag. Vísir greinir frá. Verið er að virkja samhæfingarmiðstöð Almannavarna.
Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið og má finna svipaðan hoppukastala við Perluna. Sjónarvottur sem DV ræddi við sagðist aldrei hafa heyrt í jafn mörgum sjúkra- og lögreglubifreiðum á sama tíma.
Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir í samtali við Vísi að 108 börn hafi verið í kastalanum. Ekki eru margir slasaðir en flytja þurfti eitt barn á börum á sjúkrahús.