fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
FréttirSport

Tólf ára bandarískt undrabarn varð yngsti stórmeistari sögunnar í skák: Gamla metið hafði staðið í tæp tuttugu ár

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 17:36

Bandaríska undrabarnið Abhimanyu Mishra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tólf ára gamli Bandaríkjamaður, Abhimanyu Mishra, varð í dag yngsti skákmaður sögunnar til þess að tryggja sér stórmeistaratitil. Það afrekaði Mishra eftir sigur á indverska stórmeistaranum Leon Luke Mendonca í næstsíðustu umferð  alþjóðlegs skákmóts í Ungverjalandi, Vezerkepzo GM. Með sigrinum tryggði Mishra sér sinn þriðja og síðasta stórmeistaraáfanga, sem er í raun afburðaárangur á skákmóti gegn nægilega sterkum andstæðingum, sem og að hann hefur rofið 2500 stiga múrinn á alþjóðlegum skákstigum. Þannig hefur Mishra uppfyllt allar kröfur FIDE – alþjóða skáksambandsins til að hljóta titilinn eftirsótta.

Mishra er frá New Jersey-fylki í Bandaríkjunum en hélt í víking til Ungverjalandsum mitt ár þar sem fleiri heppileg mót eru í boði til að ná stórmeistaraáföngum. Þeim náði hann öllum á undraverðum hraða. Fyrsti áfanginn kom í hús í apríl mánuði og rúmum tveimur mánuðum síðar höfðu tveir bæst við.

Bandaríska undrabarnið varð þar með 12 ára og fimm mánaða gamall þegar hann tryggði sér titilinn en það er tveimur mánuðum skemur en fyrra met Sergey Karjakin frá árinu 2002. Karjakin skipaði sér síðan fljótt í hóp allra bestu skákmanna heims í kjölfarið og náði síðan hápunktinum þegar hann tefldi heimsmeistaraeinvígi gegn Magnusi Carlsen árið 2016 sem hann tapaði naumlega í bráðabana.

Magnus Carlsen, sem er talinn einn allra besti skákmaður sögunnar, varð stórmeistari aðeins á eftir þeim Mishra og Karjakin eða þegar hann var 13 ára og 148 daga gamall.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota