Maður nokkur var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna ölvunar og ógnandi hegðunnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn sem um ræðir hafði verið búinn að hrækja á nærstadda og á lögreglubifreið áður en hann var handtekinn. Hann var vistaður í fangageymslu og verður þar til ástand hans batnar.
Þá var öðrum manni vísað út úr húsakynnum stofnunar en sá varð við fyrirmælum lögreglu þegar hún mætti á staðinn. Áður en lögreglan kom hafði sá maður þó verið ógnandi í hegðun.
Tilkynnt var um þjófnað á tveimur stöðum. Annars vegar í verslun en það mál var afgreitt á staðnum. Hins vegar var tilkynnt um þjófnað úr geymslu fjölbýlishúss en ekki eru frekari upplýsingar frá lögreglunni um það mál að svo stöddu.