fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hjól Hjólhestahvíslarans hvarf: „Þá er búið að stela mínu hjóli“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. júní 2021 13:26

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson, gjarnan nefndur Hjólhestahvíslarinn, hefur verið óþreytandi við að hafa uppá stolnum hjólum borgarbúa. Segja má að hann sé orðinn þjóðþekktur fyrir vikið. Bjartmar hefur verið óþreytandi við að benda á að hjólþjófnaðurinn sé orðinn að faraldri og hefur gagnrýnt lögreglu ítrekað fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum.

Nú er Bjartmar sjálfur orðinn fórnarlamb faraldursins því hann greinir frá því á Facebook að búið sé að stela hjólinu hans. „Þá er búið að stela mínu hjóli. Úr anddyrri hússins sem ég bý í. Gaf U-lásinn minn um daginn og hef ekki komist í að kaupa nýjan,“ segir Bjartmar.

Sjá einnig: Bjartmari hjólhestahvíslara hótað – „Ef þú heldur svona áfram þá verða afleiðingar“

Hann óskar eftir aðstoð fólks við að lýsa eftir hjólinu og biður alla að deila færslunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni