fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Íslendingar vilja velja rétt

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 12:03

Mynd/Eldum Rétt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarpakkarnir frá Eldum rétt njóta alltaf mikilla vinsælda og eftir fjölmargar óskir frá viðskiptavinum setti fyrirtækið pakkann Veldu rétt á markaðinn síðasta haust. Sá pakki gefur möguleika á því að teknir séu tveir til fimm dagar í viku fyrir tvær til fjórar manneskjur. Eins geta viðskiptavinir valið úr úrvali rétta og sett saman sinn eigin matseðil.

„Viðskiptavinir velja þannig þá rétti sem þeir eru í stuði fyrir hverju sinni og geta svo látið sig hlakka til vikunnar. Hægt er að velja allt frá tveimur réttum og upp í fimm. Svo er ekki verra að við erum farin að senda um allt land og það er óhætt að segja að fólk á landsbyggðinni hefur heldur betur tekið við sér og fjölmargir farnir að nýta sér þann kost,“ segir Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt.

Markmiðið með Veldu rétt var bæta þjónustu við viðskiptavini og upplifun þeirra enn frekar og segir Hrafnhildur einmitt markmið fyrirtækisins vera það að einfalda líf viðskiptavina sinna.

„Færri búðarferðir, styttri undirbúningstími við eldamennsku og minni matarsóun því fólk fær einungis það hráefni sem þarf fyrir hverja máltíð. Það eru svo margir kostir við pakkana frá okkur og fólk virðist í auknum mæli vera að átta sig á því,“

Hægt er að panta alla matarpakka inni á heimasíðu Eldum rétt eða í appinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni