fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Storytel er nú aðgengilegt í Apple Watch

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 11:27

Arnar Bentsson, viðskiptastjóri Storytel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Storytel-smáforritið er nú fáanlegt fyrir Apple Watch og fá notendur nú enn fleiri möguleika til að hlusta á sögur á ferðinni. Með nýja smáforritinu fá hlustendur aukinn sveigjanleika til að hlusta á hljóðbækur, jafnvel þótt síminn sé skilinn eftir heima.

Storytel-smáforritið fyrir Apple Watch gerir hlustendum kleift að skilja iPhone símann sinn eftir heima og vera með uppáhaldssögurnar sínar á ferðinni. Hægt er að streyma bókinni beint af netinu eða hlaða henni niður, hlusta án nettengingar og njóta þess að hlusta hvort sem það er við hlaup, göngu eða aðra hreyfingu.

Með efni samstillt milli tækja geta notendur Storytel nú skipt á milli símans og úrsins og haldið áfram að hlusta á hljóðbækur á ferðinni.

„Við hjá Storytel kappkostum að gera hlustun á hljóðbækur aðgengilega fyrir notendur okkar á sveigjanlegan hátt. Hlustendur geta nú sökkt sér ofan í spennandi sögur allan sólarhringinn í alls kyns hversdagslegum aðstæðum, þar á meðal þegar þeir eru á ferðinni með eingöngu Apple úrið sitt. Með þessu nýja aðgengi fá hlustendur aðgang að okkar stórbrotna bókasafni á enn einu tækinu og er það frábær leið til að samtvinna hreyfingu og hljóðbækur,” segir Arnar Bentsson, viðskiptastjóri hjá Storytel.

Storytel-smáforritið fyrir Apple Watch var aðgengilegt frá og með 28. júní, fyrir alla sem eru með Apple Watch Series 3 og seinni útgáfur með watchOS 7 stýrikerfið. Það þarf virka áskrift að Storytel til að nýta sér þjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“