fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ætlar að tilkynna Kristján til landlæknis – Hringdi og bauð henni leghálsspeglun – „Þetta var mjög óviðeigandi“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 19:43

Kristján Oddson og Karen Eva Helgudóttir. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Eva Helgudóttir ætlar að tilkynna Kristján Oddson, yfirmann Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, til embættis landlæknis.

Karen segir það hafa komið sér mjög á óvart þegar Kristján hringdi í hana í dag eftir að hafa flett henni upp í sjúkraskrá, gagnrýndi vinnubrögð hjá kvensjúkdómalækninum hennar og bauð henni að koma til sín í leghálsspeglun. „Þetta var mjög óviðeigandi,“ segir hún.

Með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins

Karen sagði nýverið frá því í samtali við Vísir.is að nýju leghálssýni hennar hafi verið hent, samkvæmt ákvörðun Kristjáns Oddssonar, þrátt fyrir að hún hafi greinst með frumubreytingar í leghálsi í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins.

Vegna blæðinga frá leghálsi ákvað hún að leita til síns kvensjúkdómalæknis fyrir mánuði og fannst honum ástæða til að taka nýtt leghálssýni. Hann sendi sýnið til Samhæfingarstöðvarinnar en þar fékkst sýnið ekki rannsakað þar sem ekki var liðinn nógu langur tími frá síðustu sýnatöku. Kvensjúkdómalæknir Karenar fékk þær upplýsingar að sýnatakan samræmdist ekki skimunarleiðbeiningum landlæknisembættisins og brýndi Kristján fyrir honum að kynna sér þær.

Afrit af tölvupósti frá Kristjáni til kvensjúkdómalæknis Karenar

Umfjöllunin vakti mikla athygli og fór Karen í viðtal í Bítið á Bylgjunni um málið í morgun.

Karen er 26 ára, ólétt af öðru barni sínu mjög umhugað um að fá að vita sem fyrst hvort hún er mögulega með krabbamein. Staðan hvílir þungt á henni, ekki síst í ljósi þess að hún hefur áður þurft að fara í keiluskurð vegna frumubreytinga í leghálsi.

Bauð fram hjálparhönd

Í viðtalinu í Bítinu sagði Karen meðal annars að enginn frá Samhæfingarstöðinni hefði haft samband við hana og telur hún það mögulega ástæðu þess að Kristján ákvað að hringja í hana.

Þegar hann hafði samband í dag var Kristján með ýmsar heilsufarsupplýsingar um Karen sem hún jafnvel mundi ekki sjálf, og nefndi hann til að mynda að fyrra bragði hvenær hún hefði farið í skoðun hjá krabbameinslækni og hjá hvaða lækni.

Þá finnst henni óviðeigandi að hann hafi í símtalinu gagnrýnt vinnubrögðin hjá hennar kvensjúkdómalækni, sem Karen segist vera mjög ánægð með.

Hún segir ennfremur að Kristján hafi sagt henni að konur með einkenni leghálskrabbameins eigi ekki að fara í leghálsskimun heldur leghálsspeglun. „Hann sagði að margir læknar væru ekki með ferlið á hreinu og þess vegna væri oft að koma upp misskilningur,“ segir hún.

„Hann bauð síðan sjálfur fram hjálparhönd með því að bjóða mér að koma til sín í leghálsspeglun, sem ég ætla ekki að nýta mér,“ segir hún og er misboðið.

Karen segir þetta hafa verið um tuttugu mínútna símtal þar sem hún hafi verið undrandi á ýmsu sem Kristján hafi sagt.

„Í lok samtalsins sagði hann síðan að ég væri greinilega mjög gáfuð, að sumir sem hann talaði við væru ekki með neitt vit í kollinum og þetta hafi verið mjög uppbyggilegt samtal fyrir hann,“ segir Karen sem fannst þetta frekar undarleg ummæli og upplifði þau þannig að hann væri að reyna að halda henni góðri.

Enn eitt brotið í hrakfallasögunni

Reynsla Karenar er enn eitt brotið í langri hrakfallasögu þegar kemur að flutningi skimana frá Krabbameinsfélagi Íslands til annarra aðila.

Kristján er sem áður sagði yfir nýstofnaðri Samhæfingarstöð krabbameinsskimana en honum var á sínum tíma sagt upp hjá Krabbameinsfélaginu og hefur síðan ítrekað svert starfsemi félagsins í fjölmiðlum.

Í janúar greindi Fréttablaðið til að mynda frá því að Krabbameinsfélagið segði Kristján hafa farið fram með forkastanlegar lygar eftir að upp komst að um tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum höfðu legið óhreyfð vikum saman í pappakössum. Kristján skellti þá skuldinni á Krabbameinsfélagið en Krabbameinsfélagið sagðist hafa skilað sínu en sýnin dagað uppi hjá Kristjáni.

Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands var í forsíðuviðtali í DV í ársbyrjun þar sem meðal annars var farið yfir aðdraganda flutnings skimana frá Krabbameinsfélaginu.

Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins: Ótal margt enn ófrágengið – Langur aðdragandi að flutningi skimana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna