Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra birti ansi gleðilega færslu á Twitter-síðu sína í dag. Þar tilkynnir hún að allir sem eru 16 ára og eldri hafi fengið boð í bólusetningu.
16 ára og eldri hafa nú öll fengið boð í bólusetningu.
— Svandís Svavarsd (@svasva) June 29, 2021
Samkvæmt Covid.is eru 61,5% Íslendinga fullbólusettir og 25,6% komnir með fyrri sprautu. Þetta á við um Íslendinga 16 ára og eldri og eftir standa því tæplega 13% sem hafa neitað að bólusetja sig eða hafa fengið boð og eiga eftir að mæta.
390.877 skammtar hafa verið gefnir en langflestir þeirra eru frá Pfizer eða tæplega 130.000 skammtar.