fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Heilsugæsla bara fyrir konur – Tilraunaverkefni Svandísar

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 17:40

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að ráðast í tilraunaverkefni um sérstaka móttöku fyrir konur innan heilsugæslunnar. Þetta er gert þar sem vísbendingar eru um að þörfum kvenna fyrir heilbrigðisþjónustu þegar um ræðir sértæk heilsufarsvandamál kvenna, sé ekki mætt sem skyldi.

Heilsugæslan hefur fengið 60 milljóna króna viðbótarframlag vegna verkefnisins, þar af fær Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 15 milljónir króna. Hlutverk þróunarmiðstöðvarinnar verður að tryggja þekkingaröflun á þessu sviði og koma þeim á framfæri á landsvísu.

Sem dæmi um málefni sem mikilvægt er að heilsugæslan sinni og varða konur sérstaklega eru breytingaskeið kvenna, upplýsingar um getnaðarvarnir, ráðgjöf um ofbeldi og afleiðingar þess og ýmsir sjúkdómar sem herja sérstaklega á konur, svo eitthvað sé nefnt. Vegna þessa hefur verið bent á að sérstakar móttökur fyrir konur í heilsugæslu gætu verið góð leið til að uppfylla betur þarfir þeirra fyrir þjónustu.

Í því tilraunaverkefni sem nú hefur verið ákveðið að ráðast í er miðað við opnun einnar kvennamóttöku innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mönnuð verði stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks sem hefur reynslu og þekkingu á viðfangsefninu, s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum eða ljósmæðrum. Áhersla verður lögð á að starfsfólkið sé í stakk búið til að greina þann vanda sem um ræðir og bregðast rétt við, auk þess að hafa aðgengilegar réttar og gagnreyndar upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk, konur og allan almenning.

Undirbúningur að opnun kvennamóttöku hefst nú þegar af hálfu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“