fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson er eftirsóttur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. júní 2021 09:08

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands skoðar nú sín næstu skrefi í heimi fótboltans gaumgæfilega. Heimir ákvað að láta af störfum hjá Al-Arabi í Katar í upphafi sumars.

Heimir hafði starfað í Katar í tvö og hálft ár og vildi róa á önnur mið. Samkvæmt heimildum 433.is hefur nokkur fjöldi liða haft samband við Heimi og hans umboðsmann eftir að hann lét af störfum í Katar. Er Heimir á blaði hjá mörgum félögum og gæti eitthvað gerst á næstu vikum.

Heimir vann ágætis verk í Katar en ætla má að magnaður árangur hans með íslenska landsliðið sé enn í fersku minni hjá félögum út um allan heim.

Heimir hefur á síðustu vikum og mánuðum verið orðaður við lið í Bandaríkjunum, í Sviss og þá hafa önnur lið í Katar verið nefnd til sögunnar.

Heimir hélt til Katar fyrr í vikunni til að pakka í töskur og ganga frá íbúð sem hann hafði þar í landi, það bendir til þess að Heimir ætli sér ekki að vera áfram í Katar.

Heimir kom íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á bæði Evrópumótið og Heimsmeistaramótið. Þrátt fyrir mikinn áhuga ætlar Heimir samkvæmt heimildum að vanda valið þegar hann tekur sitt næsta skref á ferlinum, hann hoppar ekki á hvað sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“