fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Brynjar kemur Sigríði til varnar

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 11:53

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, endaði í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á dögunum og ætti það að skila honum 3. sæti á öðrum lista flokksins í kjördæmunum. Vinkona hans, Sigríður Á. Andersen, var ekki meðal átta efstu í prófkjörinu en bæði sóttust eftir 2. sæti.

Brynjar og Sigríður hafa gefið út að þau ætli ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum vegna slæmrar niðurstöðu prófkjörsins en margir hafa þó skorað á þau að endurskoða þá ákvörðun. 3. sæti gæti skilað sér þingsæti fyrir Brynjar í komandi kosningum.

Einhverjir gleðjast yfir því að Sigríður og Brynjar muni ekki sitja á þingi lengur en skoðanir þeirra eru ekki í takt við pólitískan rétttrúnað og eru þau ansi umdeild. Brynjar lætur fólk sem efast um Sigríði heyra það í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.

„Ég tek eftir því á samfélagsmiðlunum að það er ósvikinn fögnuður „frjálslyndu aflanna“ í Sjálfstæðisflokknum með úrslitin í prófkjörunum, nema kannski í Kraganum þar sem grámosinn glóir. Það tókst að losa sig við „íhaldskerlinguna“ og „andkonuna“, Sigríði Andersen,“ segir Brynjar en hann vill meina að Sigríður sé frjálslyndari en allt þetta fólk til samans.

„Má segja að hún hafi ein síns liðs barist að einhverjum krafti fyrir raunverulegu frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Sigríður Andersen er ekki fullkomin en hefur, ólíkt mörgum öðrum, skoðanir og berst fyrir stefnu flokksins. Svona stjórnmálamenn eru ekki á hverju strái, eins og sagt er,“ segir Brynjar og bætir við að stjórnmálamenn eins og Sigríður séu eiginlega alveg horfnir.

Hvað gerist næst hjá Sigríði og Brynjari á næstunni er enn óljóst en Brynjar hefur grínast með að opna lögmannsstofuna „Níelsson og Andersen“ og að hann ætli að opna OnlyFans-síðu. Það verður að teljast ansi ólíklegt að Brynjar opni slíka síðu en eins og skáldið sagði: „Aldrei segja aldrei“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“