fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Sport

Ótrúleg sigurkarfa: Þetta sér maður ekki á hverjum degi – „Stærsta augnablikið á mínum ferli“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 5. mars 2018 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er stærsta augnablikið á mínum ferli,“ segir Julian McGarvey, leikmaður Ardsley Panthers-körfuboltaliðsins í New York.

Ótrúlegt atvik átti sér stað í úrslitaleik milli Panthers og Tappan Zee sem fram fór um helgina. Phanters var tveimur stigum undir, 49-51, þegar 2,4 sekúndur voru á klukkunni og Tappan Zee var auk þess með boltann.

Leikmaður Tappan Zee brá á það ráð að kasta boltanum langt fram á völlinn og freista þess að tíminn myndi renna út, ef ske kynni að leikmenn Tappan Zee næðu að stela honum og koma boltanum í körfuna.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi náði Julian að grípa boltann, nánast inni í eigin teig á hinum enda vallarins. Hann lét vaða yfir allan völlinn og hitti! 3 stig í hús og 52-51 sigur staðreynd.

Eins og gefur að skilja ætlaði allt um koll að keyra í íþróttahöllinni enda var þetta skot sem í raun var ómögulegt að hitta úr.

Hér að neðan má sjá þetta ótrúlega skot frá tveimur sjónarhornum:

https://platform.twitter.com/widgets.js

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar