fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir morð í Rauðagerðismálinu en gengur laus á Íslandi – Sleppt úr haldi í síðustu viku

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 11:34

Heimili Armando Beqirai við Rauðagerði. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti farbanni til 1. október á þessu ári. Kemur þar fram að hann sé ákærður fyrir aðild að morðinu á Armando Beqirai sem myrtur var 13. febrúar s.l. fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík.

Angjelin Sterkaj hefur játað á sig morðið og sagði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði að hann hefði verið einn að verki. Engu að síður eru fjórir ákærðir fyrir aðild að morðinu.

Maðurinn sem hér um ræðir er í ákærunni sagður hafa beðið með Angjelin í bíl sem hann ók í Rauðagerði og þegar Armando kom heim, sett Angjelin úr bíl sínum fyrir framan heimili Armando. Þá hafi hann tekið Angjelin aftur upp í bílinn og ekið í framhaldi út úr bænum með viðkomu í Kollafirði þar sem Angjelin kastaði byssunni út í sjó.

Í kröfu Héraðssaksóknara er það tekið fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og að ákæruvaldið telji mikla hættu á því að maðurinn reyni að koma sér úr landi til að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar, sæti hann ekki farbanni, að því er segir í úrskurði Héraðsdóms sem Landsréttur staðfesti.

Þar kemur jafnframt fram að maðurinn hafi til 3. júní afplánað dóm vegna annars máls. Hann losnaði úr fangelsi 3. júní kl 8:00, og er nú frjáls ferða sinna á Íslandi, en má ekki fara úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi