fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Mikil aukning á kókaínneyslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 07:59

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysla á kókaíni í Reykjavík jókst um meira en helming frá því snemma árs 2017 og þar til áhrifa kórónuveirufaraldursins fór að gæta sumarið 2020. Þetta kemur fram í doktorsverkefni Arndísar Sue-Ching Löve sem hún varði við læknadeild Háskóla Ísland í síðustu viku.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að viðamiklar rannsóknir liggi að baki þessari niðurstöðu. Sýni voru tekin reglulega úr frárennslisvatni í skolphreinsistöðvum borgarinnar og var leitað að leifum af amfetamíni, metamfetamíni, MDMA, kannabis og kókaíni en efnin skiljast út með þvagi.

Niðurstaðan var að neysla kókaíns hefði aukist mest en einnig jókst neysla amfetamíns og metamfetamíns.

„Aukning í neyslu kókaíns sást fram til ársins 2019 en dróst saman í júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju faraldursins skv. niðurstöðum mælinganna. Kókaínmagn í skolpinu var um það bil 1.100 milligrömm á dag á hverja þúsund íbúa í upphafi mælinga en hafði aukist í um það bil 2.700 milligrömm í apríl 2019,“ hefur Morgunblaðið eftir Arndísi.

Hún sagðist telja að minni neyslu kókaíns í heimsfaraldrinum megi skýra með því að flutningsleiðir hingað til lands hafi lokast að mestu og afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“