fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Mikil óánægja meðal slökkviliðsmanna – Eldrauðar tölur í starfsánægjukönnun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. maí 2021 10:29

Mynd: Anton Brink. Tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gerði starfsánægju í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að umræðuefni á fundi forsætisnefndar borgarinnar í gær en þá var voru kynntar þar niðurstöður starfsánægjukönnunar sem gerð var í nóvembr í fyrra. Útkoman í könnuninni er slæm og töluvert lakari en útkoman í starfsánægjukönnun sem birt var sumarið 2019. Sú niðurstaða þótti þó líka vera áfall.

Í könnuninni er spurt meðal annars hvort starfsmenn eigi gott með að samræma vinnu og einkalíf. Spurt er hvort hlustað sé á hugmyndir þeirra, hvort yfirmenn veiti gagnlega og uppbyggilega endurgjöf, og um samskipti á vinnustaðnum.

Hæsta einkunn fyrir hverja spurningu er 5,0. Niðurstöðum er skipt í þrjá litaflokka, þar sem einkunnir 4,20-5,00 tákna mjög góðan árangur, einkunnabilið 3,70 til 4,19 er góður árangur og 1,00 til 3,69 er meðalgóður árangur og þar undir.

Í könnuninni árið 2019 var meðaleinkunnin í efstu lögum rauða svæðisins, eða 3,68, og þótti áhyggjuefni. Núna er einkunnin komin niður í 3,16.

Lengi hefur borið á óánægju slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars vegna samskipta við yfirmenn, auk þess sem kvartað hefur verið undan undirmönnun og mikilli óánægju lýst yfir svokölluðum krossvöktum, en þá eru starfsmenn skráðir á vakt á slökkviliðs- og sjúkrabíl samtímis.

Kolbrún Baldursdóttir segir að hvergi skipti meira máli að starfsmenn upplifi jákvætt viðmót yfirmanna en í slökkviliði þar sem starfsmenn séu oft í lífshættu við störf sín. Hún minnir á ábyrgð borgarstjóra yfir þessum þessum vinnustað en vandinn hafi líklega gegnsýrt slökkviliðið árum saman. Hún veltir einnig fyrir sér hvort slökkviliðsstjóri þurfi að segja af sér. Bókun hennar í forsætisnefnd um málið er eftirfarandi:

„Sú  starfsánægjukönnun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem lögð er hér fram lýsir óviðunandi ástandi í starfsmannamálum slökkviliðsins. Skýrslan spannar tímabilið frá maí 2019 til nóvember 2020.  Lengi vel hefur heyrst af mörgum líður illa á þessum vinnustað en engan óraði fyrir slíkri útkomu. Allir kvarðar eru á eldrauðu ef svo má að orði komast.  Óánægja er með starfshætti og samskipti við yfirmenn.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur kallað eftir nánari upplýsingum  m. a. um fjölda eineltistilkynninga og um hvort  niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar hafi verið ræddar meðal starfsmanna og hvort liggi fyrir viðbrögð þeirra við henni. Einnig veltir fulltrúi Flokks fólksins fyrir sér hvernig starfsandinn sé núna og hvernig samskipti ganga við yfirmenn. Þeirri spurningu er velt upp  hvort slökkviliðsstjóri þurfi ekki hreinlega að segja af sér enda sá aðili sem er ábyrgur fyrir ástandinu?

Það skiptir sennilega hvergi eins miklu máli að starfsmenn upplifi yfirmenn sína umvefjandi, hlýja og sanngjarna eins og á vinnustað sem þessum þar sem starfsmenn eru í mörgum útköllum í beinni lífshættu. Borgarstjóri er formaður stjórnar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að efast um að hann hafi vitað af þessum vanda sem gegnsýrt hefur starfið í langan tíma, kannski árum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna