fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Vilborg stígur fram úr skugganum: Kemur fram undir fullu nafni – Auðkonan gagnrýnir bólusetningar og vill að Þórólfur svari sér

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. maí 2021 10:12

Til vinstri: Vilborg Hjaltested, Mynd/Skjáskot af Facebook - Til hægri Þórólfur Guðnason, Mynd/Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum vakti auglýsing í Morgunblaðinu mikla athygli. Um var að ræða auglýsingu þar sem fólk var beðið um að tilkynna um aukaverkanir vegna bólusetningar fyrir Covid-19. Auglýsingin var ómerkt og við fyrstu sýn virtist hún koma frá einhverri opinberri stofnun. Enda  leið ekki langur tími þar til Lyfjastofnun steig fram og benti á að auglýsingin væri ekki á þeirra vegum.

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, gagnrýndi auglýsinguna harðlega og sagði að það væri grafalvarlegt að í henni hafi birst upplýsingar um auka­verk­an­ir sem eru óstaðfest­ar og jafn­vel kolrang­ar. Þá voru leiðbein­ing­ar um tilkynningu auka­verk­ana einnig alrang­ar. Þetta kom fram í frétt mbl.is vegna málsins.

Það var fyrirtækið Bjuti ehf. sem birti auglýsinguna í Morgunblaðinu eig­andi fyrirtækisins er auðkonan Vil­borg Björk Hjaltested. Rekja má auðæfi Vilborgar til Vatnsenda en þar bjó einmitt bróðir Vilborgar, auðmaðurinn Þorsteinn Hjaltested. Í umfjöllun DV frá árinu 2013 um auðmenn í Kópavogi var fjallað um Vilborgu. „Vilborg er lífeindafræðingur með sýkla- og veirufræði sem sérgrein en hún útskrifaðist frá Tækniskóla Íslands árið 1986. Hún starfar sem heilsumarkþjálfi,“ segir um Vilborgu í umfjölluninni.

Stígur fram undir fullu nafni

Vilborg hefur nú auglýst aftur í Morgunblaðinu. Í dag birtist auglýsing sem er afar svipuð þeirri sem birtist fyrr í mánuðinum. Það sem er þó ólíkt með auglýsingunum er að í nýju auglýsingunni stígur Vilborg fram undir fullu nafni. „Við erum öll almannavarnir, ég líka, Vilborg Hjaltested, kostandi auglýsingarinnar,“ segir í auglýsingunni en fyrir ofan það má sjá spurningar sem Vilborg vill að Þórólfur Guðnason svari opinberlega.

„Í ljósi þess að tilkynntar hafa verið 89 alvarlegar aukaverkanir skorum við á sóttvarnalækni að svara opinberlega eftirfarandi spurningum.

  1. Er eitthvað af tilkynntum alvarlegum aukaverkunum hjá barnshafandi konum? EF svo er, hvaða aukaverkanir?

  2. Fá barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma upplýsingar um áhættu og gagnsemi bólusetningarinnar? Ef svo, með hvaða hætti?

  3. Hvaða ástæða liggur að baki því að bólusetja börn, sem eru ekki í áhættuhópi fyrir Covid 19? 

  4. Þýðir „skilyrt markaðsleyfi“ það að lyfið sé ekki fullrannsakað?“

Vilborg hefur ekki bara dreift áróðri sínum gegn bólusetningum í Morgunblaðinu heldur hefur hún einnig verið dugleg að viðra skoðanir sínar um málefnið á Facebook-síðu sinni. Þar hefur hún birt mikinn fjölda af færslum þar sem hún gagnrýnir bæði bólusetningar og sóttvarnaaðgerðir hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás