fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Bílþjófur reyndi að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 05:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um nytjastuld á bifreið í Kópavogi. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreiðina á Snorrabraut í Reykjavík. Þeir gáfu ökumanninum merki um að stöðva aksturinn en þau virti hann að vettugi. Hann stöðvaði þó aksturinn skömmu síðar og reyndi að komast á brott en lögreglumenn náðu honum og handtóku. Hann var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um nytjastuld, að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, aðild að umferðaróhappi, eignaspjöll og vörslu fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var akstur 17 ára ökumanns stöðvaður í miðborginni en skráningarnúmer vantaði framan á bifreiðina sem hann ók. Hann var heldur ekki með ökuskírteini meðferðis né skilríki.

Á sjöunda tímanum í gær var ökumaður kærður í Mosfellsbæ fyrir að aka númerslausri bifreið sem var auk þess ótryggð. Ökumaðurinn reyndi að villa um fyrir lögreglunni með því að segjast hafa verið að reynsluaka bifreiðinni sem hann hefði í hyggju að kaupa. Í ljós kom að hann er skráður eigandi bifreiðarinnar.

Í miðborginni var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn um klukkan 2 í nótt þegar hann var að reyna að brjótast inn í hús. Hann var vistaður í fangageymslu.

Maður var handtekinn í Hlíðahverfi á þriðja tímanum í nótt en hann er grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum. Sá þriðji reyndi að komast undan lögreglunni en það tókst ekki og var hann handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?