fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Glerbrot fundust í Græna herberginu og Frakkar ætlar ekki að kæra niðurstöðuna sama hvað kemur út úr fíkniefnaprófi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland, sem lenti í öðru sæti í evrópsku söngvakeppninni, ætlar ekki að kæra úrslit keppninnar alveg sama hvað kemur út úr fíkniefnaprófi sem keppendur Ítalíu, hljómsveitin Maneskin, ætla að undirgangast eftir að ásakanir bárust um að söngvari sveitarinnar hefði tekið eiturlyf í beinni útsendingu.

Utanríkisráðherra Frakklands JeanYves Le Drian hafði farið fram á að Maneskin yrðu dæmdir úr leik vegna myndskeiðsins, en Delphine Ernotte, forstjóri ríkissjónvarps Frakklands segir að það verði ekki gert.

„Frakkland, sem lenti í öðru sæti í Eurovision, ætlar ekki að leggja fram kvörtun hvað sem kemur út úr fíkniefnaprófinu. Atkvæðin voru greinilega Ítalíu í vil. Þeir stálu ekki sigrinum og það er það sem máli skiptir,“ sagði hún í samtali við La Parisien.

Auk þess hafa aðstandendur keppninnar gefið út yfirlýsingu um myndskeiði af meintri fíkniefnanotkun. Þar kemur fram að hljómsveitin hafi sjálf beðið um að söngvarinn verði settur í fíkniefnapróf til að sverja af sér ásakanirnar og að engin eiturlyf hafi verið í græna herberginu. Þar hafi glas brotnað á borðinu og söngvarinn hafi verið að hreinsa brotin upp. EBU staðfestir að glerbrot hafi fundist á svæðinu. Enn sé unnið að því að yfirfara myndskeiðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum