fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Covid tölur gærdagsins vekja gleði – „Vona að Daði fái fleiri stig en þetta“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin Covid smit greindust í gær hér á landi, hvorki innanlands né á landamærunum. Þykja þetta mikil gleðitíðindi og í takt við væntingar fólks um að verulega sé að draga úr faraldrinum í kjölfar bólusetninga.

Í gær voru miklar afléttingar tilkynntar sem taka eiga gildi í þrepum næstu vikur. Á þriðjudaginn verður grímuskylda svo til aflögð nema í undantekningartilfellum. Þá verður skyldudvöl í farsóttarhúsi stjórnvalda við komu frá tilteknum löndum aflögð í lok þessa mánaðar, en lögin sem heimiluðu nauðungarvistunina gilda út júní og var gert ráð fyrir því að þau yrðu rekin út þann gildistíma, hið minnsta.

Ljóst er að tölurnar þykja mikil gleðitíðindi í herbúðum almannavarna, því í tilkynningu þeirra til fjölmiðla stóð einfaldlega:

Gleðilegan Eurovisiondag gott fólk. Það er óskandi að Daði og Gagnamagnið fái fleiri stig en Covidstig/tölur dagsins eru. Gleðidagur í dag eða núll á línuna.

Blaðamaður DV tekur undir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða
Fréttir
Í gær

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum