Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir í Breiðholti grunaðir um húsbrot, eignaspjöll og hótanir. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Skömmu fyrir miðnætti var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn í miðborginni. Hann hafði að sögn brotið rúðu og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.
Á fjórða tímanum í nótt var maður handtekinn grunaður um að hafa brotist inn í verslun í Hlíðahverfi en þar var tveimur rafmagnshlaupahjólum stolið.
Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í bifreið í Hafnarfirði. Rúða var brotin og fartölvu, veiðidóti og fleiru stolið.
Í Kópavogi féll maður úr stiga á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur á bráðadeild en hann fann til eymsla í höndum, fótum, baki og höfði.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur.