fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar: Stuðningsmenn og öryggisverðir slógust

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 22:17

Mynd/Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir stuðningsmenn Tottenham slógust við öryggisverði á heimavelli þeirra eftir tapleikinn gegn Aston Villa í kvöld.

Leiknum lauk með 1-2 sigri Villa og þýða úrslitin að nú er ólíklegt að Tottenham nái Evrópudeildarsæti.

Eftir leik var það á dagskránni að leikmenn myndu taka einn hring um völlinn og þakka stuðningsmönnum fyrir að hafa staðið við bakið á þeim á leiktíðinni sem er að ljúka. Þetta er almennt gert eftir síðasta heimaleik hvers liðs.

Þegar stuðningsmenn höfðu beðið í um hálftíma eftir því að leikmenn kæmu aftur út á völl var þeim hins vegar óskað góðrar ferðar heim í kallkerfi vallarins. Enginn ,,þakkarhringur.“

Þetta fór ansi illa í suma stuðningsmenn. Mikil reiði hefur safnast upp hjá þeim undanfarið vegna tilraunar liðins til þess að taka þátt í stofnun evrópsku Ofurdeildarinnar sem og þeirrar staðreyndar að Harry Kane virðist ætla að yfirgefa félagið í sumar. Sumir stuðningsmenn réðust því til atlögu.

,,Skondin saga. Þeir sögðu okkur að sitja hér og bíða þolinmóð þar til leikmennirnir koma aftur og sýna allavega smá virðingu. Náunginn í kallkerfinu var að segja ‘takk fyrir stuðninginn á tímabilinu. Passið upp á eigið öryggi á leið út. Haldið fjarlægð’,“ sagði einn stuðningsmaður Tottenham á myndbandi sem hann tók upp frá vellinum eftir leik.

Mynd/Mirror
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Í gær

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum
433Sport
Í gær

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð
433Sport
Í gær

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans