fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Tottenham tapaði heima – Gylfi lagði upp í sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 19:05

Harry Kane var lengi orðaður við ManchesterCity. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni það sem af er kvöldi.

Tottenham að missa af Evrópudeildarsæti?

Aston Villa vann góðan útisigur á Tottenham. Tapið er slæmt fyrir síðarnefnda liðið í baráttu um Evrópusæti.

Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 8. mínútu leiksins. Villa jafnaði leikinn á 20. mínútu þegar Sergio Reguilon gerði svakalegt sjálfsmark sem Hugo Lloris átti engan möguleika á að verja. Skömmu fyrir leikhlé kom Ollie Watkins gestunum svo yfir. Staðan í hálfleik var 1-2.

Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Sigur Villa staðreynd.

Tottenham er í sjötta sæti deildarinnar með 59 stig. West Ham getur komist upp fyrir þá með sigri gegn WBA í kvöld. Aston Villa er í ellefta sæti með 52 stig.

Gylfi lagði upp og Everton hélt sér á floti í Evrópubaráttunni

Everton tók á móti Wolves á Goodison Park. Leiknum lauk með sigri heimamanna.

Richarlison skoraði mark Everton í 1-0 sigri. Markið skoraði hann í upphafi seinni hálfleiks með skalla  eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Everton er í áttunda sæti, jafnt að stigum við West Ham og Tottenham, sem eru í sætunum fyrir ofan. West Ham á þó leik til góða. Sjötta sætið gefur þáttökurétt í Evrópudeild og það sjöunda sæti í Conference League.

Willock skoraði enn og aftur í sigri Newcastle

Newcastle tók á móti Sheffield United í þýðingarlitlum leik þar sem heimamenn höfðu betur.

Joe Willock, lánsmaður frá Arsenal, skoraði eina markið í 1-0 sigri. Hann hefur verið sjóðheitur frá því hann kom til Newcastle í janúar.

Newcastle er í fimmtánda sæti með 42 stig. Sheffield United er neðst, með 20 stig og löngu fallið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld