fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Milljarður settur í endurskipulagningu þriðju hæðar Kringlunnar

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 11:14

Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár.

Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess.

Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn.

Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður, Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli