fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Pepsi-Max deild karla: Öruggur sigur FH – markalaust á Skaganum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 21:07

Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK tók á móti FH í 4. umferð Pepsi-Max deildar karla í Kórnum í kvöld. Leiknum lauk með 1-3 sigri FH.

Birnir Snær Ingason braut ísinn í leiknum er hann kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði aðeins nokkrum mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Matthíasi Vilhjálmssyni.

HK fékk frábært tækifæri til þess að komast yfir á 40. mínútu þegar Elías Ingi dómari dæmdi vítaspyrnu fyrir HK. Stefan Alexander fór þá illa að ráði sínu og lét Gunnar Nielsen verja frá sér.

Ágúst Eðvald var aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hann kom gestunum yfir, aftur eftir stoðsendingu frá Matta Vill. Steven Lennon gulltryggði sigur FH-inga undir lok leiks eftir stoðsendingu frá Ágústi Eðvald.

FH er með 10 stig eftir fyrstu fjóra leikina og HK með tvö stig.

HK 1 – 3 FH
1-0 Birnir Snær Ingason (´28)
1-1 Ágúst Eðvald Hlynsson (´33)
1-2 Ágúst Eðvald Hlynsson (´57)
1-3 Steven Lennon (´86)

ÍA tók á móti Stjörnunni í 4. umferð Pepsi-Max deildar karla á Norðurálsvellinum. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Leikurinn var sannkallaður botnbaráttuslagur en liðin eru í neðstu sætum deildarinnar með tvö stig, ásamt Fylki og HK.

ÍA 0 – 0 Stjarnan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot