fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Banna borgaralegar handtökur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 09:30

Ahmaud Arbery. Mynd:Fjölskylda Arbery.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í Gerogíuríki í Bandaríkjunum samþykkti á mánudaginn bann við borgaralegum handtökum. Það var morðið á svarta hlauparanum Ahmaud Arbery í febrúar á síðasta ári sem var kveikjan að lögunum. Hann var skotinn þegar hann var úti að trimma. Það voru hvítir menn sem skutu hann og báru því við að þeir hefðu talið hann vera innbrotsþjóf.

„Arbery varð fórnarlamb ofbeldisfullrar sjálftöku sem á ekki heima í landinu okkar eða ríkinu okkar,“ sagði Brian Kemp, ríkisstjóri, þegar hann skrifaði undir lögin.

Nú mega íbúar í Georgíu ekki lengur reyna að handtaka fólk sem það grunar að hafi framið lögbrot.

Arbery var skotinn þar sem hann var að trimma í íbúðahverfi í Brunswick. Þrír hvítir menn höfðu elt hann á bílum sínum áður en einn þeirra skaut Arbery.

Saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu ekki brotið gegn vopnalögum og að þeir hefðu mátt elta Arbery vegna laga sem heimiluðu borgaralegar handtökur. Á grundvelli þessarar niðurstöðu var enginn handtekinn vegna málsins fyrr en í maí á síðasta ári. Þá birtist myndband af morðinu og þá hófst rannsókn á málinu fyrir alvöru.

65 ára karlmaður, 35 ára sonur hans og 51 árs karlmaður, sem tók atburðarásina upp, hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Þeir eru einnig ákærðir fyrir marga hatursglæpi og tilraun til mannráns. Réttarhöldin hefjast þann 18. október.

Morðið á Arbery var ásamt drápinu á George Floyd kveikja að Black Lives Matter mótmælunum sem hafa staðið yfir síðan síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína