fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir úr leik Fylkis og KR

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 23:20

Kristinn Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir og KR gerðu 1-1 jafntefli á Wurth-vellinum í Árbæ fyrr í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir sem 433.is gefur leikmönnum eftir leik. Einkunnaskalinn er 1-10.

Bæði mörk leiksins komu snemma. Fylkir komst yfir á 3. mínútu þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Grétar Snær Gunnarsson jafnaði fyrir KR örfáum mínútum síðar. Arnór Borg Guðjohnsen hefði getað komið Fylki yfir í upphafi seinni hálfleiks en þá brenndi hann af víti.

Hér má nálgast nánari úttekt á leiknum. 

Það vantaði oft á tíðum upp á bit sóknarlega í þessum leik og bæði lið með menn framarlega á vellinum sem spiluðu undir getu í dag. Varnirnar voru þó þéttar. Þar ber hæst að nefna Ásgeir Eyþórsson sem stangaði nánast allt frá sem inn á teig Fylkismanna kom. Hann fær nafnbótina ,,maður leiksins“ fyrir virkilega örugga frammistöðu í öftustu víglínu.

Hjá Fylki má einnig nefna Unnar Stein Ingvarsson. Hann var virkilega duglegur í sínu hlutverki á miðjunni. Einnig átti Dagur Dan Þórhallsson mjög góðan leik. Þegar Fylkir var að gera eitthvað að viti fram á við þá átti hann yfirleitt þátt í því.

Hjá KR átti Kristinn Jónsson flottan leik. Hann var eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn, góður varnar -og sóknarlega.

Fylkir

Aron Snær Friðriksson (6), Torfi Tímoteus Gunnarsson (6), Ásgeir Eyþórsson (7, maður leiksins), Orri Sveinn Stefánsson (7), Ragnar Bragi Sveinsson (6), Arnór Gauti Jónsson (6), Unnar Steinn Ingvarsson (7), Dagur Dan Þórhallsson (7), Djair Parfitt-Williams (4), Arnór Borg Guðjohnsen (5), Jordan Brown (5)

Varamenn: Spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.

KR

Beitir Ólafsson (7), Kristinn Jónsson (7), Grétar Snær Gunnarsson (6), Arnór Sveinn Aðalsteinsson (6), Kennie Chopart (5), Pálmi Rafn Pálmason (5), Ægir Jarl Jónasson (4), Stefán Árni Geirsson (5), Atli Sigurjónsson (5), Óskar Örn Hauksson (4), Guðjón Baldvinsson (4)

Varamenn: Aron Bjarki Jósepsson (5), Oddur Ingi Bjarnason (4), aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári